151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[12:21]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Birgir Þórarinsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Hv. þingmaður nefndi það einmitt í sinni ágætu ræðu að það þarf lítið til að hlutirnir breytist til hins verra og það er í raun og veru teflt á tæpasta vað þegar kemur að skuldasöfnun og ég er þeirrar sömu skoðunar. Nú hafa einmitt ekki borist góðar fréttir, því að borist hafa fréttir af því að við fáum minna bóluefni en gert var ráð fyrir og það væri jafnvel ekki hægt að ná hér svokölluðu hjarðónæmi fyrr en seint á næsta ári og jafnvel ekki fyrr en 2022. Það þarf því lítið til að þessir hlutir breytist. Ég velti því fyrir mér í framhaldi af þessum nýju fréttum sem eru alls ekki góðar: (Forseti hringir.) Hver er staðan varðandi skuldasöfnun (Forseti hringir.) eða hversu lengi hefur ríkissjóður úthald í þá miklu skuldasöfnun sem orðið hefur?