151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[12:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Haraldur Benediktsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við hv. þingmaður getum verið ósammála um hvort þetta sé mikið eða lítið. En þetta er veruleg aukning til umhverfismála og hún er varanleg, hv. þingmaður verður að átta sig á því. Ég frábið mér þann útúrsnúning sem hv. þingmaður er með. En ég ber virðingu fyrir því að hann vilji setja meiri peninga til umhverfismála, það er bara allt annað mál, en hann getur ekki dregið umræðuna yfir á það plan að segja að við séum að vanrækja umhverfismál þegar staðreyndin er allt önnur, hv. þingmaður.