151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[20:25]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um ríkisfjármálaáætlun 2021–2025. Í fyrsta lagi verðum við að skoða hana í samhengi við útgjaldaaukninguna sem orðið hefur á kjörtímabilinu. Þar hefur orðið aukning á öllum málefnasviðum og það er varanlegt framlag. Hún boðar jafnframt mjög kröftuga viðspyrnu út úr þeim aðstæðum sem við erum í. Hún geymir þær aðgerðir sem við kjósum um í fjárlögum á morgun. Það er síðan rétt að inn í framtíðina er sett umfang í mikilli óvissu og það verður áskorun að ná jafnvægi aftur í ríkisfjármálum. Hér er boðað að stöðva skuldasöfnun 2025 og virkja aftur fjármálareglur 2026. Það er það sem þessi ríkisfjármálaáætlun geymir og hún boðar kröftuga viðspyrnu, fyrst og síðast.