151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[20:29]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér erum við að fara að greiða atkvæði um fjármálaáætlun sem lýsir stefnu ríkisstjórnarinnar næstu mánuði og sjálfsagt, ef draumur hennar rætist um að hið góða samstarf breitt yfir pólitískt litróf muni halda áfram, er þetta sú stefna sem sú ríkisstjórn ætlar að vinna eftir. Við í Viðreisn höfum bent á ýmis atriði sem þessu tengjast. Það þarf að taka ríkisfjármálin, ég vil nánast segja til bæna á næstu misserum. Við þurfum að huga að ýmsu sem lýtur að gjaldmiðilsmálum og þeim kostnaði sem örmyntin okkar leggur á þjóðfélagið allt saman. Það er svo sem ekki mikið meira um þetta að segja.

(Forseti (SJS): Nei, enda er tíminn búinn.)

Já, það er rétt, enda er tíminn búinn og ekki mikið um þetta að segja af því að þetta er svona hálfgerð, ég vil nú ekki nota orðið (Forseti hringir.) hörmung en nálægt því.