151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[20:39]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú er það bara þannig og ég skal viðurkenna það að hv. þingmenn Logi Már Einarsson og Jón Steindór Valdimarsson hafa alltaf verið í miklum metum hjá mér. Þeir sýndu það áðan að þeir eru traustsins verðir vegna þess að þeir fengu samviskubit. Menn fá samviskubit þegar þeir eru með samvisku. Þeir vita nákvæmlega eins og er, það er ekkert flókið í þessu, menn geta talað um tölur út og suður, að ef menn borga ekki niður skuldir þegar vel árar, ég tala nú ekki um þegar menn auka skuldir þegar vel árar, þá lenda menn í vandræðum þegar vindar blása öðruvísi. Þeir bera óbeint ábyrgð á borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík (Forseti hringir.) sem notaði … [Hlátur í þingsal.] — virðulegi forseti … [Kliður í þingsal.] (Forseti hringir.) Já nú fer allur þingsalurinn … [Hlátur í þingsal.] nú fara hv. þingmenn sem eiga aðild að borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík, sem hefur safnað skuldum í góðæri (Gripið fram í.) og er ekki í þessari … (Forseti hringir.) — heyrðu fyrirgefðu, virðulegur forseti. (Gripið fram í.) Það er augljóst að hér er eitthvað að gerast og hér er samviskubit hjá fleirum. (Forseti hringir.) Það er vel. Stóra málið er bara það (Forseti hringir.) að sem betur fer getum við tekist á hér um útgjöld vegna þess að það er eitthvað í sjóðunum. (Forseti hringir.) Í góðærinu voru greiddar niður skuldir. (Gripið fram í.)