151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[20:42]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Sf):

Herra forseti. Loftslagsmálin eru stærsta viðfangsefni okkar kynslóðar og við verðum dæmd af komandi kynslóðum fyrir það hvernig við bregðumst við. Núna ríkir neyðarástand í loftslagsmálum. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur krafið ríki heims um að lýsa því yfir en það hefur ríkisstjórn Íslands því miður ekki gert. Við höfum uppfært markmið okkar þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það er vel. En við verðum að grípa til róttækari og djarfari og ákveðnari aðgerða. Þessi breytingartillaga er til þess fallin og ég hvet þingheim til þess að samþykkja hana til marks um áherslur og sýn okkar til að takast á við loftslagsvandann á næstu árum.