151. löggjafarþing — 40. fundur,  17. des. 2020.

fjármálaáætlun 2021--2025.

2. mál
[20:44]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (U):

Herra forseti. Hér legg ég til 60 milljóna kr. árlegt framlag til að koma á laggirnar sjálfstæðri mannréttindastofnun. Þetta er það framlag sem dómsmálaráðuneytið áætlar að slík stofnun þurfi. Þar sem ekki var gert ráð fyrir kostnaðinum í fjármálaáætlun hætti ráðuneytið við áform sín um að stofna hana. Verði þessi tillaga samþykkt getur ráðuneytið hætt við að hætta við. Það hefur tafist allt of lengi að koma á fót mannréttindastofnun. Hún skiptir gríðarlegu máli og er ekki bara mikilvæg fyrir allan almenning heldur er hreinlega skylda á íslenska ríkinu til að uppfylla samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ef fjármálaáætlun stendur í vegi fyrir því að Ísland geti uppfyllt skuldbindingar sínar í mannréttindum þarf þingið einfaldlega að leysa úr þeim vanda hér og nú með því að samþykkja þessa tillögu mína.