151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[16:18]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P):

Virðulegur forseti. Aftur erum við komin að efnahagslegum þáttum málsins. Við leggjum til að greiðslur fæðingarstyrks hækki. Það er ekki boðlegt að fólk sem er í námi sjái sér ekki fært að eignast börn og upplifi neikvæða hvata gagnvart því að fjölga mannkyninu. Þetta er mikilvægur fjárhagslegur þáttur sem hefði átt að horfa á og við leggjum hér til. Ég hvet þingmenn þingheim til að standa með tillögu okkar.