151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

kynrænt sjálfræði.

22. mál
[16:27]
Horfa

Páll Magnússon (S):

Virðulegur forseti. Það verður að leiðrétta jafnharðan þessar röngu og rakalausu staðhæfingar frá þeim hv. Miðflokksmönnum sem hér tala, um að verið sé að meina ómálga börnum um nauðsynlegar læknisaðgerðir. (Gripið fram í.) Allir læknarnir; landlæknir, Læknafélag Íslands, sérfræðingarnir á Landspítalanum hafna þessu. Samt haldið þið þessu fram slag í slag. Þetta er röng staðhæfing. Alröng staðhæfing. (SDG: Þú segir rangt frá umræðunni.)