151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fjáraukalög 2020.

337. mál
[18:35]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Flokkur fólksins leggur hér til fjórar breytingartillögur við fjáraukann. Komið hefur fram í vinnu fjárlaganefndar hver þörfin er, hversu mikil hún er og brýn og að það er ákall úti í samfélaginu. Hér erum við með t.d. breytingartillögu um Afstöðu, þar sem ég óska eftir 20 milljóna skilyrðislausa fjárframlaginu sem þeir óskuðu eftir til að geta ráðið starfsmann. Þetta eru félagasamtök sem halda utan um fangana okkar, fjölskyldur þeirra og aðstandendur og aðstoða þá út í lífið á ný. Þetta er jaðarsettur hópur. Þegar ég geri grein fyrir atkvæði mínu mun ég náttúrlega skýra betur út hvað er hér á ferð og í hverju þessar breytingartillögur eru fólgnar. En ég skora á ykkur, kæru þingmenn, að kynna ykkur það sem hér er um að ræða vegna þess að það virðist renna stundum auðveldara í gegn að setja krónur í eitt en annað. En hér erum við eingöngu að tala um að setja fólkið í fyrsta sæti.