151. löggjafarþing — 42. fundur,  18. des. 2020.

fjáraukalög 2020.

337. mál
[18:36]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Nú er komið hér að leiðarlokum og við erum að fara að greiða atkvæði um fjáraukalögin. Þar eru auðvitað stærstu liðirnir sem þegar hafa verið ákveðnir af þinginu. Við í Viðreisn höfum stutt margt af því og munum að sjálfsögðu greiða atkvæði hvert samkvæmt sinni samvisku á eftir. En ég vil nota þetta tækifæri hér á síðustu metrunum til að varpa því fram hvort ekki sé ástæða fyrir hv. fjárlaganefnd að koma saman til fundar núna fyrir 3. umr. og velta fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að koma inn í þessi fjáraukalög einhverjum ákvæðum um að við bregðumst snarlega við vegna hins válega ástands sem ríkir á Seyðisfirði þannig að ríkissjóður hafi heimildir til að koma þar til aðstoðar af fullum þunga. Ég varpa þessu hér fram til umhugsunar fyrir þingheim.