151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

búvörulög.

376. mál
[22:08]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum hér atkvæði um búvörulög þar sem fram koma viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeim vanda sem er í landbúnaði, í birgðastöðu, á fæti og í afurðastöðvum. Við viljum greiða fyrir breytingartillögu ríkisstjórnarinnar en við hefðum viljað ganga lengra. Við hefðum viljað fresta útboðum og stöndum algjörlega með þeirri ákvörðun. Við þurfum að standa með landbúnaði, standa með bændum, standa með íslenskri matvælaframleiðslu og það gerum við með því að vera bein í baki. Núna eru erfiðir tímar og þá er nauðsynlegt að vera með sjálfstraustið í lagi og standa með atvinnugreinunum okkar, eins og landbúnaði, með bakið beint.