151. löggjafarþing — 43. fundur,  18. des. 2020.

fæðingar- og foreldraorlof.

323. mál
[22:15]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég kem einnig hingað upp til að fagna þessum áfanga og vekja athygli á því að þótt þetta mál hafi einkennst af því að fólk hafi verið ósammála, hvort sem er innan ríkisstjórnar eða jafnvel innan einstakra þingflokka — það er hægt að fjalla um atkvæðagreiðslurnar sem áttu sér stað við lok 2. umr., segja nokkrar sögur af þeim atkvæðagreiðslum, þvílík var sagan — að ákvæðunum breyttum eða ekki, þá greiddu allir þingmenn Alþingis atkvæði með hverju einasta ákvæði frumvarpsins. Það segir sína sögu. Þetta er gott frumvarp. Þetta er mikilvægur áfangi og ég óska okkur öllum til hamingju.