151. löggjafarþing — 44. fundur,  18. jan. 2021.

reglur Menntasjóðs um leigusamninga.

[15:33]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Þetta mál er í mjög góðum farvegi. Ég hef að sjálfsögðu verið í sambandi við stjórn Menntasjóðs vegna þess að eins og kom fram í máli hv. þingmanns kom þetta einhverjum á óvart. Við viljum ekki koma fólki á óvart og þess vegna bregðumst við auðvitað við á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Og það erum við svo sannarlega að gera.

Svo vil ég líka ítreka að framkvæmdin hefur gengið sérstaklega vel. Yfirgnæfandi meiri hluti allra námsmanna kýs að sækja um lán til Menntasjóðs þannig að þessi kerfisbreyting sem ríkisstjórnin hefur farið í hefur heppnast alveg gríðarlega vel og að sjálfsögðu sýnum við þjónustulund og ætlum að koma til móts við námsmenn. Það er útilokað í mínum huga, og ég ítreka það, að það verði eitthvert brotthvarf vegna þessa.