151. löggjafarþing — 47. fundur,  21. jan. 2021.

samningar um bóluefni.

[10:50]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir svarið. En því hefur auðvitað verið lýst í býsna ítarlegum fréttaskýringum að fyrirkomulag og háttur Evrópusambandsins hvað kaupsamninga um bóluefni varðar hefur einmitt hægt á uppbyggingargetu framleiðanda. Það sem mér þykir skipta máli í þessum efnum er að nú sjáum við fréttir af því erlendis frá að til að mynda Þýskaland, það burðarríki í Evrópusamstarfinu, virðist vera að kljúfa sig út úr þessu og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur beinlínis sagt að nú taki Þýskaland til sinna ráða. Lítur hæstv. ráðherra þannig á að við Íslendingar séum bundnir af þessu samkomulagi þannig að sú leið sé ekki fær? Var ríkisstjórnin meðvituð um að þessi takmörkun yrði sett hvað íslenska hagsmuni varðar þegar ríkisstjórnin ákvað að undirgangast það að fara á þennan sameiginlega vagn Evrópusambandsins?