151. löggjafarþing — 50. fundur,  28. jan. 2021.

skipagjald.

313. mál
[14:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Brynjar Níelsson) (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar um frumvarp til laga um skipagjald. Skemmst er frá því að segja að ekki var mikil umræða um frumvarpið og menn í nefndinni nokkuð sammála um að þetta væri hið besta mál. Það sem var kannski helst til umræðu var hver skyldi hafa með álagningu skipagjalds að gera og varð smáumræða um það. Það kom fram sú afstaða að rétt væri að Skatturinn, frekar en Samgöngustofa, legði á þetta skipagjald. Á þau sjónarmið var ekki fallist enda hafi álagning gjaldsins í raun verið hjá Samgöngustofu og voru færð fyrir því rök að það fyrirkomulag væri óbreytt. Það eru gerðar breytingartillögur eins og fram kemur í nefndarálitinu sem eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis og þarfnast ekki skýringa.

Undir álitið rita Óli Björn Kárason, formaður nefndarinnar, Brynjar Níelsson, Jón Steindór Valdimarsson, Bryndís Haraldsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Smári McCarthy og Willum Þór Þórsson.