151. löggjafarþing — 52. fundur,  3. feb. 2021.

veiting ríkisborgararéttar.

487. mál
[13:57]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég tók ekki þátt í því að afgreiða þetta mál úr nefnd. Ég mun ekki greiða atkvæði með eða á móti, ég mun sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu. Mér finnst einfaldlega rangt að Alþingi sé að taka að sér verkefni eins og þetta. Mér finnst að verkefni eins og þetta eigi heima í stjórnsýslu og tek það skýrt fram að afstaða mín snertir ekki þá sem í dag fá ríkisborgararétt eða hafa fengið á meðan ég hef átt sæti hér á þingi. Þetta snýst einfaldlega um það að mér finnst að Alþingi eigi ekki að vera í svona verkefnum. Ég held að við þekkjum öll dæmi um að það hefur verið hringt í alþingismenn og þeir hafa sjálfir beitt sér fyrir einstökum einstaklingum. Þetta ferli er ekki sjálfsagt. Þetta ferli er ekki gagnsætt. Þetta ferli er ekki eins og það á að vera. Við þurfum að breyta þessu. Ég greiði ekki atkvæði.