151. löggjafarþing — 53. fundur,  4. feb. 2021.

umræður um utanríkismál.

[14:29]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Sf):

Herra forseti. Ég tek undir það með hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur að við fáum rýmri tíma og beini því til forseta Alþingis, sem hér stendur í hliðarsal, til að ræða mikilvæg utanríkismál eins og þau sem við vorum að klára rétt í þessu, við áttum mjög góða umræðu og erum að fara í aðra umræðu. Ég verð að játa, herra forseti, að það þreytir mig þegar þingmenn koma hér upp sí og æ og stöðugt og tala um að við þurfum að ræða utanríkismálin meira í þessum þingsal. Þá gera þingmenn það bara, taka frumkvæðið í því, biðja um sérstaka umræðu, fara í fyrirspurnir, halda hér ræður. Gerum það bara sjálf, tökum frumkvæðið í stað þess að vera alltaf að kvarta yfir því í hvert einasta skipti sem stigið er í pontu, í umræðum um utanríkismál, að þau þurfi að ræða meira. Þess vegna er þessi ræðustóll hér, þetta ræðupúlt, til að ræða málin. Þá taka þingmenn bara frumkvæðið í því og ég hvet hv. þingmenn til að gera það oftar.