151. löggjafarþing — 54. fundur,  11. feb. 2021.

félagsleg undirboð í flugstarfsemi.

[13:28]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið og það er gott að heyra að það er verið að taka á þessu máli af festu hjá undirstofnun ráðuneytisins. En þekkir hæstv. ráðherra einhver viðlíka dæmi og er lýst í þessari aðsendu grein á vísir.is í gær? Ég fann engar upplýsingar þar sem því var andmælt að þetta fyrirkomulag væri viðhaft. Lýsingin er orðin sú að verktakar, sem sumir kalla gerviverktaka, aðrir kalla sjálfstætt starfandi flugmenn, sem er hugtak sem ég held að sé í sjálfu sér ekki til í þessum heimi, séu í hálfgerðu stofufangelsi í hvíldartímanum sem starfsmennirnir njóta hér á landi eða þurfa að fá og eru bara í samræmi við reglur er snúa að flugöryggi. (Forseti hringir.) Þekki ráðherra einhver viðlíka dæmi?