151. löggjafarþing — 55. fundur,  16. feb. 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[19:15]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég geri alvarlegar athugasemdir við fundarstjórn forseta. Það er óþolandi að sitja hér undir slaðri eins og hér hefur verið borið fram og forseti áminnir þann sem kvartar yfir því. Það er óþolandi. Það sem forseti hefði átt að gera er að áminna ræðumanninn sem er með þennan málflutning og elur á því að þingmenn Miðflokksins aðhyllist „asisma“, með annaðhvort r eða f eða n fyrir framan. Það er ekki svoleiðis, herra forseti, og það er ólíðandi að sitja undir því að hv. þingmenn beri svona þvætting á borð fyrir þingið og fyrir þjóðina. Þess vegna skora ég á forseta að finna að því við þingmenn sem fara svona fram í ræðumennsku sinni og forseta ber að gera það.