151. löggjafarþing — 60. fundur,  25. feb. 2021.

kvikmyndaiðnaðurinn.

[13:37]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Með fullri virðingu sýna umsvifin okkur að kerfið okkar er samkeppnishæft. Hv. þingmaður sagði að það myndi stórauka samkeppnisforskot Íslands og hún er þá væntanlega að segja að við séum með samkeppnisforskot eins og staðan er í dag. Það er líka ábyrgðarhluti þegar við erum með ríkuleg ívilnanakerfi að vera viss um að við áttum okkur á því hvar mörkin liggja. Þess vegna segi ég: Það segir í kvikmyndastefnu að skoða eigi kerfið með tilliti til samkeppnishæfni. Það er akkúrat það sem við erum að gera þannig að við erum klárlega fylgja stefnunni hvað það varðar. Það var gríðarlegur vöxtur í þessu í fyrra. Hér er talað um 35% og ég spyr bara: Af hverju ekki 50% eða 55%? Auðvitað er það þannig að því meiri ívilnanir sem ákveðnir geirar fá því hagstæðara verður það. Við erum með samkeppnishæft kerfi. Það er staðan. Við erum með það. Það sýna tölurnar, það sýna umsvifin. Við þurfum nýtt stúdíó, þar er þröskuldurinn. (Forseti hringir.) Vinnan sem við erum í núna gengur líka út á að við séum með þennan tröppugang, þ.e. að ef verkefnin eru af þannig stærðargráðu, með þannig heildarfjármuni eða lengri tíma samninga, sé það einmitt punkturinn sem eigi að skoða, hvort við eigum að (Forseti hringir.) ganga lengra í endurgreiðslu.