151. löggjafarþing — 65. fundur,  11. mars 2021.

sjúklingatrygging.

457. mál
[15:41]
Horfa

Sara Elísa Þórðardóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég fagna þessu máli. Þetta er að sjálfsögðu réttarbót fyrir þá einstaklinga sem taka þátt í klínískum rannsóknum þar sem ekki er bakhjarl og leysir úr ákveðinni óvissu sem ríkt hefur í þessum málum. Hins vegar gagnrýndi Landspítalinn í umsögn sinni að hámarksupphæð bóta úr sjúklingatryggingu væri of lág, hún er aðeins brot af því sem almennt er miðað við á Norðurlöndunum hvað varðar viðlíka mál. Það hefði mátt taka meira tillit til þess. Komið er inn á það í nefndarálitinu en það hefði mátt hækka þessa upphæð. Almennt er þetta gott mál og réttarbót en betur má ef duga skal.