151. löggjafarþing — 69. fundur,  18. mars 2021.

áhrif efnahagshrunsins 2008 og aðgerða stjórnvalda á hag heimilanna.

608. mál
[13:39]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í tilefni af orðum hv. þingmanns um að þetta væri opið þá erum við nýlega búin að fá skýrslu um ávinninginn af því að vera í Evrópska efnahagssvæðinu. Það var mjög viðamikil skýrsla og sannarlega voru þar opnar spurningar, eins og um kosti og galla samstarfsins, sem var reyndar ekki svarað nema að hálfu leyti, bara um ávinninginn. Það er tími til kominn að hefja þessa vegferð, að taka t.d. saman skuldaleiðréttinguna, gera úttekt á henni og meta áhrif hennar. Brottflutningur fólks af landinu: Hvað varð um það fólk, er það komið til baka? Stofnun embættis umboðsmanns skuldara: Er ekki kominn tími til að taka út árangurinn af störfum þess embættis sem hér var stofnað eftir hrun? Og margt annað og fleira. Það var viðamikil skýrsla í tilefni af þessari spurningu hér um Evrópska efnahagssvæðið. Það má byrja sambærilega vegferð varðandi heimilin með þessari beiðni.