151. löggjafarþing — 72. fundur,  23. mars 2021.

sóttvarnir.

[13:37]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. heilbrigðisráðherra svörin. Hvað varðar örugg svæði og litakóða — Ósló er rauð, aðrir staðir í Noregi eru grænir. Þetta gengur ekki upp. Við getum ekki farið eftir svona kerfi. Allra síst vegna þess að þeir sem hafa greinst með veiruna og eru búnir að fá vottorð — það er þegar búið að finna og greina hér innan lands einstakling sem smitar út frá sér þó að hann sé búinn að fá veiruna fyrir löngu og sé með vottorð. Þeir sem hafa smitast af veirunni smita áfram þó að þeir séu með vottorð. Við eigum að sjá til þess að fólk fari í einangrun og við eigum að taka sýni. Nýsjálendingar hafa 14 daga sóttkví, við getum haft það tíu daga, og svo hleypum við engum inn í landið fyrr en eftir það. Það hefur t.d. sýnt sig með súrálsskipið, þegar fjármunir eru undir — ef það er rétt að þeir hafi ekki látið vita þegar þeir komu inn í landhelgina að þeir væru með smit um borð. (Forseti hringir.) Við vitum líka að það er fullt af fólki að fara inn í landið og ætlar að vera hér í fjóra daga en á að vera fimm daga í sóttkví, hvernig gengur það upp?