151. löggjafarþing — 73. fundur,  24. mars 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[16:33]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Umræðunni verður þannig hagað að í framhaldi af ræðu hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra munu talsmenn allra þingflokka tala og gilda þá venjulegar ræðutímareglur. Veittur verður rýmri andsvararéttur við framsöguræðu ráðherra, þ.e. tryggt verður að fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka geti veitt andsvör við ræðu ráðherrans. Að því loknu munu fagráðherrar taka þátt í umræðum um einstaka málaflokka í dag og á morgun. Gert er ráð fyrir að einn þingmaður tali frá hverjum flokki í hverjum málaflokki að undanskildum þingmönnum úr flokki viðkomandi ráðherra. Þó geta þingflokkar ákveðið að tveir þingmenn tali og þá aðeins í tvær mínútur hvor. Andsvör verða eðli málsins samkvæmt ekki leyfð undir þessum hluta umræðunnar.