151. löggjafarþing — 76. fundur,  12. apr. 2021.

ávana- og fíkniefni.

714. mál
[17:10]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég biðst afsökunar á að ég hafi gleymt að svara fyrirspurninni um neyslurýmin áðan. Ég tel vera grundvallarmun á því máli og þessu. Reyndar hafði ég ýmsar efasemdir um neyslurýmamálið, en það felur a.m.k. í sér að fólk sem neytir fíkniefna getur þá gert það af aðeins meira öryggi, t.d. varðandi sprautunálar. Þessi neyslurými komu auðvitað fyrst og fremst til vegna smita með sprautunálum á sínum tíma, en einnig vegna þess að ég bar þá von í brjósti, herra forseti, að þetta gæfi tækifæri til að nálgast fólkið, ekki til að grípa það og stinga því inn, heldur til að nálgast það og bjóða því aðstoð. En það er nú eitthvað málum blandið hvort það megi yfir höfuð bjóða fólki aðstoð við að losna úr viðjum fíkniefnanna.