151. löggjafarþing — 77. fundur,  13. apr. 2021.

hjúskaparlög.

646. mál
[14:46]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir kynninguna á þessu frumvarpi og framlagningu þess. Það er margt býsna gott í því og mikilvægt. Mig langar að spyrja aðeins út í eftirlit stjórnvalda með hjónavígslum hjá trú- og lífsskoðunarfélögum, hvernig eftirliti er háttað með hjónavígslum og þá mögulega hjónavígslum sem ekki koma til skráningar hjá Þjóðskrá, hjá Hagstofu, og hvernig stjórnvöld fylgjast með því hvaða hjónavígslur eiga sér stað hjá þessum trú- og lífsskoðunarfélögum.