151. löggjafarþing — 77. fundur,  13. apr. 2021.

hjúskaparlög.

646. mál
[14:48]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svarið. Ég spyr hvort hún telji ástæðu til þess að stjórnvöld kalli eftir upplýsingum frá trúfélögum og lífsskoðunarfélögum um hjónavígslur sem hafa farið fram þar innan húss án þess að hjónavígslur séu skráðar hjá Hagstofu og athuga hvort um geti verið að ræða fjölda hjónavígsla sem eiga sér stað sem hvergi eru skráðar í íslenskt kerfi, hvort það geti verið að einhverjar hjónavígslur eigi sér stað hér sem myndu mögulega ekki komast í gegnum nálarauga sýslumannsembætta framtíðarinnar varðandi undanþágur eða varðandi þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að hjúskapur sé skráður í miðlægt kerfi stjórnvalda á Íslandi. Telur hún hugsanlegt að fram fari einhvers konar könnun á þeim hjónavígslum sem hafa átt sér stað á síðasta áratug eða tveimur innan trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga?