151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

barnalög.

11. mál
[13:55]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég leit á þessa breytingartillögu og hugsaði: Bíddu, hvað ætli hér sé á ferðinni? Hér ætlar Miðflokkurinn að leggja til að samningsfrelsi milli foreldra sem eru í fullkominni sátt, og hafa ákveðið að hafa skipta búsetu barns síns og eru í fullri samvinnu, verði afnumið. Mér finnst það svolítið skrýtin tillaga af því að hér er um að ræða foreldra sem standa algerlega saman að skipulagi og öllu varðandi barnið. Ég get ekki stutt tillögu þar sem löggjafinn á að fara að taka samningsfrelsið af foreldrum.