151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

rannsókn og saksókn í skattalagabrotum.

373. mál
[14:07]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta frumvarp felur í sér breytingar af tvennum toga, annars vegar breytingar vegna tvöfaldrar refsingar, sem eru viðbrögð við dómum Mannréttindadómstóls Evrópu, og um þann hluta er alger sátt, og hins vegar eru lagðar til veigamiklar breytingar á stofnanafyrirkomulagi og málsmeðferð skattalagabrota og um þann kafla er engin sátt. Það er afar mikilvægt að Alþingi leggi á það þunga áherslu að sporna við skattundanskotum, m.a. með því að styrkja embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins. Við í Samfylkingunni leggjumst gegn því að dregnar verði tennurnar úr skattrannsóknum á Íslandi með þeim hætti sem frumvarpið boðar og leggjum til að því verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar.