151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

rannsókn og saksókn í skattalagabrotum .

373. mál
[14:17]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og ítrekað hefur komið fram er hér verið að bregðast við dómum Mannréttindadómstóls Evrópu um tvöfalda refsingu, sem er afar mikilvægt. Því hefur verið haldið fram að verið sé að gera stórfenglegar breytingar á umfangi skattrannsókna. Það er alls ekki rétt. Hér er fyrst og fremst verið að skýra verkferla og skýra hverjir eigi að sjá um hvaða þætti í skattrannsóknum, þ.e. að þær rannsóknir sem kynnu að leiða til sakamálarannsóknar fari strax í þann farveg en aðrar verði leystar hjá embættinu með sektum. Hér er ekki verið að draga tennurnar úr skattrannsóknum á Íslandi. Því fer fjarri.