151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

rannsókn og saksókn í skattalagabrotum .

373. mál
[14:19]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hagræðing er einkunnarorð þeirra sem vilja standa í þessari breytingu, þessari veikingu á skattrannsóknum á Íslandi. Það fer algerlega í bága við umsögn skattrannsóknarstjóra sjálfs sem sendi athugasemd til hv. efnahags- og viðskiptanefndar og segir að verði frumvarpið að lögum og ef, með leyfi forseta:

„… héraðssaksóknari skuli rannsaka meiri háttar málin innan sinnar stofnunar með eigin mannafla mun reynast nauðsynlegt að koma hjá því embætti upp viðbótarstarfsliði með næga sérfræðiþekkingu til að valda rannsókn stórra og flókinna skattbrotamála. Mun þá þurfa að starfrækja í tveimur stofnunum slíkar sérhæfðar einingar sem vart þjónar æskilegri hagræðingu og skilvirkni í ríkisrekstri.“ — En því hafa talsmenn hér haldið fram.

Sömuleiðis segir skattrannsóknarstjóri:

„Að auki mun slíkt fyrirkomulag óhjákvæmilega að einhverju marki hafa í för með sér að sömu mál muni sæta endurteknum rannsóknum er þau byrja annaðhvort sem minni eða meiri háttar mál en reynast við nánari skoðun ekki eiga heima í byrjunarflokki …“(Forseti hringir.)

Þetta gengur gegn markmiðum sínum á báða vegu. Þetta er vont mál, virðulegi forseti. Ég segi nei.