151. löggjafarþing — 79. fundur,  15. apr. 2021.

fiskeldi.

265. mál
[16:17]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Haraldi Benediktssyni ræðuna. Nú kemur hv. þingmaður inn í atvinnuveganefnd eftir að löggjöfin var samþykkt hér fyrir rétt um tveimur árum síðan. Telur hv. þm. Haraldur Benediktsson að nefndin hafi gert mistök á þeim tíma, annars vegar hvað skurðpunktinn varðar og hins vegar að þetta mál núna sé viðbragð við mistökum, þeim mögulega og eftir atvikum öðrum, eða hvort þetta mál lifi alveg sjálfstæðu lífi?