151. löggjafarþing — 82. fundur,  21. apr. 2021.

sóttvarnalög og útlendingar .

747. mál
[15:11]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Er það þá rétt skilið að meira að segja sá hópur sem er talað um að eigi ekki að fá neinar undanþágur — að samt sé verið að tryggja undanþágur fyrir viðkvæma? Ókei flott. Þá spyr ég í lokin hvort búið sé að tryggja að frumvarpið brjóti ekki gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í 37. gr. sáttmálans er fjallað um þau mjög þröngu skilyrði sem gilda um frelsissviptingu barna. Er tekið tillit til þess?

Svo langar mig að spyrja af hverju þetta gerist svona hratt. Af hverju þurfum við að afgreiða þetta á einum degi og af hverju var þetta ekki gert fyrr fyrst þetta þarf að gerast svo hratt? Tvær vikur eru liðnar síðan úrskurður héraðsdóms féll. Þetta er dálítið óþægileg staða, þótt ég sé algerlega sammála því að það sé rosalega mikilvægt að gera þetta. Af hverju er þetta gert svona hratt?