151. löggjafarþing — 89. fundur,  4. maí 2021.

Þingsköp Alþingis.

80. mál
[14:40]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég ætla að greiða atkvæði með þessu máli en mér finnst mjög sorglegt að enn þurfum við að vera að setja leiðbeiningarreglur um það að taka þurfi tillit til allra kynja inni á þingi og í samfélaginu öllu. Eins og ég tók fram í ræðu í gær þá koma lög af þessu tagi ekki í veg fyrir, þótt settar séu reglur og lög um hvernig við eigum að hugsa eða hvernig við eigum að haga okkur, þá menningu sem grasserar í samfélaginu, hefur gert og mun halda áfram að gera. Þessi lög koma t.d. ekki í veg fyrir að samstarfsmenn okkar hér á þingi fari hér á barinn við hliðina og tali niðrandi um konur, hinsegin og aðra jaðarsettra hópa.