151. löggjafarþing — 89. fundur,  4. maí 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[21:30]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Helga Hrafni Gunnarssyni fyrir ræðuna sem var innblásin eins og hans er von og vísa. En ég ætla að leyfa mér, af því að nú veit ég ekki hvort ég fæ tækifæri til að spyrja hv. þingmann aftur í andsvari, að spyrja aðeins utan um efni ræðunnar. Ég veit að ég mun ekki koma að tómum kofanum. Telur hv. þingmaður að lagasetning eins og þessi geti haft afleidd áhrif, sem sagt að að þessu frumvarpi samþykktu verði Ísland að einhverju marki fýsilegri kostur til umsóknar um alþjóðlega vernd en samkvæmt núverandi stöðu? Telur hv. þingmaður sem sagt útilokað að þetta frumvarp hafi afleidd áhrif, annaðhvort hvað varðar fjölda umsókna eða fjárhagsleg?