151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

um fundarstjórn.

[13:40]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Í ofanverðum febrúar sameinuðust 14.000 manns á undraskömmum tíma á Facebook-síðu sem heitir Aðför að heilsu kvenna, vegna þess að það var það sem læknir á Borgarspítalanum kallaði meðferð og framkvæmd á skimunum fyrir brjósta- og leghálskrabbameini hjá konum. Ef maður skoðar þá síðu núna, gaumgæfir hana, þá eru á hverjum einasta degi nýjar sögur kvenna sem búa við ótta út af því að þær eru jafnvel með teikn um að þær séu með frumubreytingar eða frumstig krabbameins og þær fá engin svör. Sumar þeirra hafa beðið mánuðum saman, herra forseti. Þetta er ekki þolandi. Ég verð að viðurkenna að ef heilbrigðisráðherra og hennar starfsfólk tekur ekki á sig rögg núna og kemur þessari skýrslu á koppinn er skömm þeirra mikil.