151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

loftferðir.

613. mál
[18:24]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ari Trausti Guðmundsson) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst það langt seilst ef við hefðum átt að leggja fram, meiri hlutinn, mikla reifun á þessu álitaefni. Fyrir nefndina komu þrír stjórnskipunarsérfræðingar og hægt að lesa hér hverjir þeir eru. Tveir þeirra töldu að ef almannaheill krefðist þess, og nefndu til þess ýmis dæmi, sem ég nefndi sömuleiðis hér í inngangi mínum, þá gæti verið réttlætanlegt að leggja fram lög af þessu tagi. Einn taldi þetta á mjög gráu svæði. Við ræddum við fleiri lögfræðinga og þeir höfðu ýmsar skoðanir en flestir voru á því að almannaheill gerði það að verkum að þessi tiltekna málsgrein stjórnarskrárinnar væri ekki svo fortakslaus að það væri hægt að flytja sýktan mann til Íslands bara af því hann væri íslenskur ríkisborgari. Á það reynir þá fyrir dómstólum og það var alveg á öllum þessum þremur sérfræðingum að heyra að þeim þætti það ágætt.