151. löggjafarþing — 96. fundur,  17. maí 2021.

ferðagjöf.

776. mál
[16:37]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Þetta verður stutt hjá mér. Ég tek undir það og af því að Háskólinn á Akureyri hefur verið þekktur fyrir rannsóknir í ferðaþjónustunni í gegnum tíðina held ég að þetta sé einmitt kjörið tækifæri til þess að reyna að ná utan um þessa þætti. Við vitum jú hvaða fyrirtæki það eru sem hafa fengið þessa ferðaávísun inn til sín en ekki hverjir það eru sem nota hana. Þetta er verðugt verkefni og líka áhugavert, held ég, fyrir ríkissjóð að sjá hvert þeir fjármunir sem við erum að nota í þessu tilfelli eru að fara og hverjir það eru sem hafa kosið að nota þá ekki.