151. löggjafarþing — 100. fundur,  25. maí 2021.

aðför Samherja að stofnunum samfélagsins.

[13:11]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég hefði kosið að hæstv. ráðherra svaraði skýrar, hvort hún væri tilbúin til að fallast á tímabundnar heimildir skilyrðislaust. Fyrr í vetur voru hugmyndir evrópskra stórliða í knattspyrnu um 15 liða ofurkeppni þar sem liðin þurftu ekki að óttast að falla úr keppni en nutu alls peningaávinningsins. Einn af þeim sem steig fram og gagnrýndi svona fyrirkomulag var einmitt hæstv. forsætisráðherra, en sami forsætisráðherra vill núna festa í sessi einhvers konar ofurdeild nokkurra sjávarútvegsrisa með því að leggja fram auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem gerir ekki ráð fyrir tímabundnum nýtingarsamningum. Hefur ráðherra meiri áhyggjur af ægivaldi nokkurra evrópskra knattspyrnuliða en þessara ofurrisa í sjávarútvegi? Eða vill hún styðja breytingar sem miða að því að áskilja tímabindingar í stjórnarskrá?