151. löggjafarþing — 102. fundur,  27. maí 2021.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:00]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hefur bréf frá dómsmálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1301, um afplánun dóma fyrir vörslu fíkniefna, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Þá hafa borist bréf frá félags- og barnamálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 1261, um endurhæfingarlífeyri, frá Ágústi Ólafi Ágústssyni; fyrirspurn á þskj. 1300, um örorkumat og endurhæfingarlífeyri, frá Ágústi Ólafi Ágústssyni; og fyrirspurn á þingskjali 1292, um leiðréttingu búsetuhlutfalls örorkulífeyrisþega, frá Halldóru Mogensen.

Þá hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1130, um ráðgjafaþjónustu, verktöku og tímabundin verkefni, frá Gunnari Braga Sveinssyni.