151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:10]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Hér leggur Samfylkingin til 5 milljarða til loftslagsmála. Píratar leggja til 4 milljarða en það er einungis lagfæring á göllum. Miðað við núverandi kostnaðarmat ríkisstjórnarinnar, ef það á að breyta úr 40% losun yfir í 55% losun, þarf að lágmarki 4 milljarða í viðbót. Það er það sem breytingartillaga Pírata snýst um, ekki viðbótarverkefni sem þarf að umfangsmeta og kostnaðargreina og þess háttar, 5 milljarðar eru sem sagt alveg örugglega eitthvað sem þarf. Breytingartillaga Pírata snýst einungis um að laga þá galla sem eru í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en ekki um þá stefnu sem Píratar leggja fram í kosningum og að loknum kosningum. Ég held að 5 milljarðar séu auðveldlega eitthvað sem þarf að leggja í loftslagsmálin og ég greiði atkvæði með því.