151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:14]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það fólk sem treystir á greiðslur Tryggingastofnunar fær einfaldlega of litla peninga til að geta lifað og hækkanir hafa ekki haldið í við lífskjarasamninga. Það hefur þess vegna orðið umtalsverð kjaragliðnun á öllu þessu kjörtímabili og munurinn á lágmarkstekjutryggingu og ellilífeyri er 85.000 kr. á mánuði. Það er mikil fátækt meðal þessara hópa og ójöfnuður mun einfaldlega halda áfram að aukast ef við leyfum þessari gliðnun að eiga sér stað. Þess vegna leggur Samfylkingin til að við hækkum elli- og örorkulífeyri í takt við hækkun hæstu launa í skrefum. Atkvæði greitt með þessari tillögu er atkvæði gegn fátækt þessara hópa í landinu.