151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:19]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Eins og ég útskýrði hér áðan þá eru þetta breytingartillögur sem Píratar hafa lagt fram yfir kjörtímabilið og hefur þegar verið hafnað. Þetta er í raun ákveðin samantekt á þeim. Ég tók eftir því, þegar verið var að greiða atkvæði hér síðast, að k-liðurinn um sjúkrahúsþjónustuna átti einungis að vera 3,8 milljarðar einu sinni, sem var halli Landspítalans – háskólasjúkrahúss sem átti að greiðast upp 2003, en þetta hefur afritast og límst yfir alla röðina. Ég dreg þann lið því til baka, enda er svo sem búið að hafna þeim upphæðum í tillögum Samfylkingarinnar þannig að það er óþarfi að draga þingið í gegnum það aftur. En við greiðum atkvæði sérstaklega um umhverfismál hér á eftir.