151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

aukið samstarf Grænlands og Íslands.

751. mál
[14:27]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þessi þingsályktunartillaga snýst um skýrslu vegna samvinnu Íslands og Grænlands, 250 síðna skýrslu sem mörg ykkar hafa séð með 99 samvinnutillögum. Það er mjög mikilvægt, þegar þetta liggur fyrir, að góð og gagnkvæm samvinna takist enn betur en hingað til milli Íslands og Grænlands, þessara góðu nágranna okkar. Ég vil ítreka að þegar skýrslan verður afgreidd með þingsályktunartillögunni til ríkisstjórnarinnar, bæði þessarar og næstu stjórnar, að engin verkefni verði unnin einhliða, þ.e. án þess að fullt samráð sé á báða bóga og þess gætt að ekki halli á litla bróður eða litlu systur, hvað sem við viljum kalla Grænlendinga, í þessum efnum.