151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

aukið samstarf Grænlands og Íslands.

751. mál
[14:33]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Við erum hér að greiða atkvæði um þessa tillögu. Vegna orða hv. þm. Andrésar Inga Jónssonar vildi ég bara geta þess að samkvæmt mínu minni er það nú þannig að þegar við erum að ræða í utanríkismálanefnd samninga við aðrar þjóðir eru venjulega engir fulltrúar þeirra þjóða kallaðir fyrir nefndina, sama hvort það eru stór ríki eða smá. Ég held að það sé ekki nein venja fyrir því og alveg ástæðulaust að vera að leggja út af því með einhverjum hætti, eins og hv. þingmaður virtist vera að gera.