151. löggjafarþing — 105. fundur,  2. júní 2021.

almenn hegningarlög.

550. mál
[15:32]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að láta nægja að taka undir það að þetta ákvæði eitt og sér breytir ekki heildarmyndinni. Það skiptir máli svo langt sem það nær. En vissulega þarf að hafa í huga að þær stofnanir sem hafa hlutverki að gegna á þessu sviði séu nægjanlega vel fjármagnaðar og hafi aðrar aðstæður til að vinna að málum. Það má skoða það í mjög víðu samhengi og segja að allar stofnanir á þessu sviði þurfi að efla. Ég dreg ekki dul á að ég er þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt. En auðvitað þurfum við um leið að velta fyrir okkur hvernig fjármunum er varið. Það hefur komið fram hér á þinginu að markvisst hefur verið unnið að því að breyta forgangsröðun, alla vega af hálfu lögreglunnar, þannig að mál af þessu tagi fái meira rými. Vonandi skilar það árangri samhliða lagabreytingu af þessu tagi.