151. löggjafarþing — 105. fundur,  2. júní 2021.

almenn hegningarlög.

550. mál
[19:06]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni ágætissvar. Þetta er mjög áhugaverð umræða. Það þarf líka ákveðna vakningu meðal almennings, að almenningur nái að greina þessa hluti sjálfstætt. Þetta er vaxandi vandamál, eins og við þekkjum, og dæmi eru um að mjög illa hafi verið farið með t.d. erlent verkafólk sem kemur hingað. Ég hefði talið nauðsynlegt að bæta fræðslu, eins og hv. þingmaður nefndi réttilega, það er góður punktur, og líka hvað varðar löggæsluna, en engu að síður að almenningur hafi vitund um á hve mörgum sviðum þetta getur viðgengist. Í skýrslu ríkislögreglustjóra eru talin upp fjölmörg svið. (Forseti hringir.) Þetta spannar allt samfélagið og er úti um allt land. (Forseti hringir.) Ég hef svo sem ekki beina spurningu en þetta er innlegg varðandi það sem hv. þingmaður kom inn á.