151. löggjafarþing — 106. fundur,  3. júní 2021.

tilkynning.

[13:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti hefur átt fund með formönnum þingflokka og hefur það borið þann ágæta árangur að óformlegt samkomulag er um hvernig farið verði í dagskrá dagsins. Leiðir það til þess að af dagskrá þessa þingfundar eru tekin 3., 6., 7., 14., 15. og 16. dagskrármálið. Verða þau sem eftir standa þá viðfangsefni fundarins í dag. Í tengslum við það lítur forseti svo á að samkomulag sé um að þingfundur geti staðið lengur í dag en þingsköp kveða á um, en það er eingöngu í öryggisskyni því að vonir standa til að við ljúkum dagsverkinu innan þess ramma sem venja er.