151. löggjafarþing — 107. fundur,  4. júní 2021.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

356. mál
[13:52]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er komið þriðja málið í þeim pakka sem við höfum verið með til umfjöllunar í nefnd. Við í Miðflokknum munum sitja hjá í þessu máli af sömu ástæðum og ég hef tilgreint hér fyrr. Verkefnin samtvinnast öll og það má með sanni segja að þau séu á engan hátt tilbúin. Það er miður miðað við þá miklu vinnu sem fór fram áður en við fengum málið inn til okkar í nefndinni og full ástæða til að veita nefndinni leyfi og svigrúm til að ræða málið þannig að við getum verið sátt við niðurstöðuna.